Gadus morhua Linnaeus, 1758

Heimkynni þorsksins eru í Norður-Atlantshafi. Í Norðaustur-Atlantshafi er hann frá Svalbarða í Barentshafi suður í Biskajaflóa. Í Norðvestur-Atlantshafi er þorskur við Grænland og frá Hudsonflóa og Baffinslandi suður til Hatterashöfða í Bandaríkjunum.

Hér við land er þorskur algengur allt í kringum landið. Hann er botnfiskur sem lifir á allt frá nokkurra metra dýpi niður á 600 metra eða dýpra en er algengastur á 100-400 metra dýpi. Þorskurinn heldur sig bæði á sand- og leirbotni, sem og á hraunbotni. Einnig þvælist hann upp um sjó í ætisleit eða við hrygningu.

Smáþorskur étur fyrst og fremst hryggleysingja af ýmsu tagi svo sem ljósátu, marflær og rækju. Þegar þorskurinn stækkar fer hann að éta fiskmeti og er loðna og síli þar langmikilvægust. Stærri þorskur sækir í auknum mæli í stærri bráð af fiskakyni, svo sem karfa, smáþorsk, skrápflúru, kolmunna, ýsu og síld. Afræningjar þorsksins eru margir. Seiði verða fyrir ásókn smáfiska og sjófugla og fullorðinn þorskur er eftirsótt fæða hjá sel og hvölum, einkum háhyrningi en einnig stórfiskum eins og hákarli.

Vöxtur þorsksins er mjög breytilegur eftir hafsvæðum. Algengt er að þorskur sem veiðist á vetrarvertíð við SV-land sé á bilinu 70-90 cm eða 3-7 kg að þyngd en mun minni þar sem hún er lægst fyrir norðan og norðaustan land. Þorskurinn virðist þurfa að ná a.m.k. 50 cm lengd áður en hann verður kynþroska. Við suðurströndina verður þorskur fyrst kynþroska 3-5 ára en við norðurströndina 4-6 ára gamall.

Sýnt hefur verið fram á að vöxtur þorsksins er háður stærð loðnustofnsins á hverjum tíma. Meðalþyngd fjögurra til sex ára þorsks er allt að 25% minni þegar loðnustofninn er í lægð miðað við ástandið þegar loðnustofninn er stór.

 

Tekið af vef Hafrannsóknarstofnunar 

 

Cod - Gadus morhua • Þorskur • Bacalao • Cabillaud • Kabeljau

Torsk • Treska • Madara

 

Þorskur

pisces , Fiskar,

íslenzka :  

auli, blóðseiði, bútungur, býri, fiskur, fyrirtak, golþorskur, kastfiskur, kóð, maurungur, murti, næli, sá guli, seiði, smáþyrsklingur, sprotafiskur, stútungur, styttingur, særingur, þyrsklingur

latína :  

Gadus morhua

norska :  

gjedd, loddetorsk, skrei, torsk

danska :  

torsk

þýzka :  

Dorsch, Kabeljau

franska :  

cabillaud, morue, morue de l'Atlantique, morue franche

enska :  

Atlantic cod, cod

færeyska :  

toskur

spænska :  

bacalao, bacalao del Atlántico

portúgalska :  

bacalhau, bacalhau-do-Atlantico

rússneska :  

/ Tresk

 

Hafnarnes Ver hf. Óseyrarbraut 16b. 815 Þorlákshöfn - 483 3548
Vefsíðugerð & vefhönnun: Smartmedia 2012